Öll stærstu sýningarsvæðin eru bókuð á UTmessunni en opnað var fyrir skráningar um hádegi í gær.

„Platinum og Gull er upppantað, enn eru örfá laus pláss í Silfur og einnig eru nokkur Brons pláss laus en gerum ráð fyrir að allt seljist upp fyrir helgi,“ sagði Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands sem heldur UT messuna, í samtali við Viðskiptablaðið.

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum verður haldin í sjötta sinn í febrúar næstkomandi en yfirskrift ráðstefnunnar verður „Tölvutækni alls staðar – Inernet of things“.

UTmessan er tveggja daga viðburður um tölvumál en á síðustu ráðstefnu mættu um þúsund sérfræðingar í upplýsingatækni á ráðstefnuhluta messunar og 9 þúsund komu á opna daginn. Gert er ráð fyrir að um 9-12 þúsund manns mæti á næstu UTmessu.