Nanna Herborg Tómasdóttir hefur tekið við nýrri stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og heyrir beint undir Guðmund P. Davíðsson, forstjóra Eimskips á Íslands. Nanna mun hafa yfirumsjón með vinnuferlum, vinnureglum, gæðum, þjónustuframboði, vöru- og þjónustuþróun og verðlagningu. Markmið með ráðningu Nönnu í þessa stöðu er að auka þjónustugæði, jafnt innan fyrirtækis sem og gagnvart viðskiptamönnum.

Nanna Herborg hóf störf hjá Eimskip sem sölustjóri í sölu millilandaflutninga í janúar 1998. Við skipulagsbreytingar apríl 2001 tók Nanna við starfi ráðgjafa í verslunarþjónustu og varð síðar sama ár forstöðumaður bíla- og tækjaþjónustu. Í janúar 2003 varð hún verkefnastjóri ferlaverkefnis á flutningasviði, ferlatjóri á upplýsingatæknisviði í september 2004 og í október 2005 forstöðumaður ferlastýringar. Nanna Herborg lauk B.A. í sálarfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MBA í rekstrarhagfræði frá Rockford College USA árið 1994