Nanna Ósk Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Húss sjávarklasans, þar sem hún mun sinna daglegri stjórnun Húss sjávarklasans og hafa yfirumsjón með öllum nýsköpunarviðburðum. Greint er frá ráðningu hennar í fréttatilkynningu.

Þá mun Nanna Ósk einnig hafa með höndum kynningu á Húsi sjávarklasans fyrir þá erlendu aðila sem áhuga hafa á að setja upp svipaða starfsemi erlendis.

Nanna Ósk er viðskiptafræðingur að mennt og frumkvöðull á sviði danslista og stofnað fyrirtæki á því sviði. Hún hefur einnig víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Nanna Ósk hefur starfað sem framkvæmdastjóri fyrir Félag viðskipta- og hagfræðinga, sinnt markaðsmálum hjá Morgunblaðinu ásamt fleiru.