Alþjóðlega kaffihúsakeðjan Starbucks hefur ráðið Laxman Narasimhan sem nýjan forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal. Howard Shultz hafði tímabundið gegnt stöðu forstjóra félagsins frá því í apríl, en mun Narasimhan nú taka við.

Narasimhan hefur starfað sem forstjóri breska hreinlætis- og heilsuframleiðandans Reckitt Benckiser Group PLC síðastliðin þrjú ár. Þar áður var hann viðskiptastjóri hjá PepsiCo.

Gengi bréfa Reckitt lækkaði um meira en fimm prósent í gær þegar félagið tillkynnti að Narasimhan væri á útleið.

Narasimhan mun hefja störf þann 1. október. Shultz mun starfa sem forstjóri þar til í apríl á næsta ári til að koma Narasimhan inn í gang mála hjá félaginu. Mun Narasimhan síðan taka við sem forstjóri og um leið taka sæti í stjórn Starbucks.