Þrátt fyrir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi vikið geimferðaáætlun Bandaríkjamanna til hliðar vegna fjárskorts, þá er enn unnið að margvíslegum hönnunarverkefnum hjá NASA. Þar er m.a. verkefni sem nefnt er „Composite Crew Module (CCM) project”. Snýst það um tilraunir með nýja gerð af áhafnarhylkjum sem ætlað er að flytja geimfara til og frá jörðinni eftir að notkun á hinum dýru endurnýtanlegu geimferjum er hætt. Eru hylkin gerð úr samsettum koltrefjaefnum svipuðum þeim sem notuð eru við framleiðslu á kappakstursbílum og einkaþotum.

Efnið í nýju hylkjunum er mun léttara og sterkara en í eldri gerðum geimfara sem hafa að verulegu leyti verið smíðuð úr áli. Margvíslegar tilraunir eru gerðar á þessum hylkjum, m.a. undir miklum þrýstingi og margvíslegri áraun.

Það er NASA Engineering and Safety Center (NESC) sem fjármagnað verkefnið sem er til þriggja ára og miðað að því að gera geimferðir öruggari. Kemur nýja áhafnarhylkið til með að leysa af hólmi Orion geimfarið sem er að hluta til hannað úr koltrefjum og að hluta úr málmi. Orinon geimfarið er aftur á móti hluti af svokallaðri Constellation áætlun NASA um að koma mönnum til tunglsins og/eða mars. Léttleiki nýja CCM farsinser sagður skipta höfuðmáli til að hægt sé að draga úr kostnaði við að skjóta geimfari á loft.