Bandaríska kauphöllin Nasdaq hefur gagnrýnt harðlega þá spá sem LSE kauphöllin í London hefur birt um væntanlegan vöxt í félaginu.

Að mati Nasdaq ættu hluthafar LSE að vera raunsæir um væntanlegan gróða í náinni framtíð, þar sem þrýstingur frá viðskiptavinum og aukin samkeppni gæti dregið úr væntanlegum ágóða.

Nasdaq hefur gert tilboð til hluthafa í LSE upp á 1,243 á hlut, sem þeir hafa frest fram á föstudaginn til að samþykkja. Rétt fyrir lokun kauphallarinnar í London í gær stóðu bréfin í 1,308 á hlut og höfðu þá lækkað um 1,1%.