Vart var við bæði hækkanir og lækkanir á Bandaríkjamörkuðum í dag.

Það sem helst stóð upp úr á mörkuðum voru m.a. kaup JP Morgan á eignum hins gjaldþrota banka Washington Mutual (WaMu). Gjaldþrot WaMu er stærsta banka-gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna.

Gengi fjármálafyrirtækja lækkaði nokkuð í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum komu WaMu ekki til bjargar, að því er fram kemur á Bloomberg.

Við lokun markaða vestan hafs var staðan sú að Nasdaq vísitalan hafði lækkað sem nemur 0,15%. Dow Jones og Standard & Pours hækkuðu hins vegar í dag. DJ hækkaði um 1,25% og S&P hækkaði um 0,49%.