Olíuverð hafði mikil áhrif á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag en olíuverð hækkaði um fimm prósent, nánar hér .

Orkufyrirtækin Chevron Corp og Exxon Mobil hækkuðu um rúmlega tvö prósentustig í dag. Gengi bréfa Fannie Mae og Freddie Mac hækkuðu í dag, en félögin hafa lækkað gríðarlega að undanförnu vegna erfiðra aðstæðna á húsnæðislánamörkuðum.

Atvinnuleysi reyndist minna en spáð var og hafði það jákvæð áhrif á mörkuðum.

Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers lækkaði í dag vegna frétta um misheppnaða sölu.

Nasdaq vísitala lækkaði um 0,28 prósent í dag. Dow Jones hækkaði hins vegar um 0,16 prósent og Standard og Pours hækkaði einnig í dag, um 0,29 prósent.