Nasdaq Omx
Nasdaq Omx
© BIG (VB MYND/BIG)
Sænsk samkeppnisyfirvöld rannsaka nú hvort Nasdaq OMX AB, móðurfélag kauphallarinnar í Stokkhólmi, hafi farið á svig við samkeppnislög og reynt að hindra innkomu Burgundykauphallarinnar á norrænan verðbréfamarkað. Samkvæmt frétt TT var það Burgundy sem kærði athæfið til Konkurrensverket, sænska samkeppniseftirlitsins, en Nasdaq OMX mun hafa reynt að sannfæra fjarskiptafyrirtækið Verizon um að hætta viðskiptum við Burgundy og samkvæmt kærunni jafnvel hóta að refsa Verizon ella. Talsmenn bæði Konkurrensverket og Nasdaq OMX staðfesta við TT að rannsókn sé hafin.