Nasdaq markaðurinn var opnaður aftur eftir þriggja tíma lokun í dag. Tæknivandamál olli því að loka þurfti markaðnum.

„Ég held að við höfum aldrei séð svona lagað áður,“ sagði Art Hogan hjá verðbréfafyrirtækinu Lazard Capital Markets. „Það kemur stundum fyrir að markaðir þurfa að loka til skamms tíma en við höfum aldrei séð lokun yfir svo langan tíma.“

Bilunin hafði áhrif á mörg fyrirtæki sem margir hafa lagt lífeyrissparnaðinn sinn í, að sögn ABC fréttastofunnar . Þar á meðal eru Google, Apple, Microsoft og Facebook.

Sem betur fer hækkaði Nasdaq vísitalan í dag þannig að lífeyrissparnaðurinn tapaðist ekki. Kauphöllin á Wall Street var opin allan tímann.