Kauphöllin Nasdaq, sem boðið hefur í OMX, hefur opnað skrifstofu í Peking í Kína til að fá fleiri kínversk fyrirtæki til skráningar á Nasdaq að því er segir á Vegvísi Landsbankans.

Það sem af er ári hafa 19 kínversk fyrirtæki verið skráð þar sem er umtalsverð fjölgun frá fyrri árum samkvæmt Reuters. Alls eru 52 kínversk fyrirtæki skráð á Nasdaq og er samanlagt markaðsvirði þeirra um 57 milljarðar Bandaríkjadalir. Hörð samkeppni er nú milli kauphalla í heiminum um fá kínversk félög til skráningar, segir í Vegvísinum.