Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum náði nýjum hæðum eftir ákvörðum Seðlabanka Bandaríkjanna um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Seðlabankinn taldi efnahagsaðstæður vera nokkuð stöðugar í Bandaríkjunum.

Líkurnar á því að stýrivextir hækki í nóvember eru 12,4% en talið er líklegra en ella að stýrivextir hækki í desember.

Stýrivextirnir eru nú á bilinu 0,25 - 0,5% líkt og þeir hafa verið síðan þeir voru hækkaðir frá nálægu núlli í desember.

Nasdaq Composite vísitalan nam 32,98 stigum og hækkaði 0,62%.

S&P orkuvísitalan hækkaði um 1,33%.

Hlutabréf í Apple hækkuðu um 0,9% upp í 114,56 dollara á hlut.