Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum komst í fyrsta sinn yfir 6.000 stig í dag. Hún hefur verið í talsverðum hækkunarfasa upp á síðkastið vegna vilyrða Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að lækka skatta. Reuters fjallar um málið.

Vísitalan hækkaði um 0,4% í dag og náði nýjum hæðum og stendur í 6.007,7 stigum. Mörg stór tæknifyrirtæki eru með í vísitölunni og meðal þeirra sem ýttu henni yfir markið voru félög á borð við Biogen og Apple.