Síminn og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hafa undirritað þjónustusamning sem felur það í sér að Síminn mun reka tölvukerfi og gagnasambönd NÍ í Reykjavík og á Akureyri.

Tölvukerfið verður rekið í hýsingarsal Símans og er gert ráð fyrir að innleiðingu á þjónustusamningnum verði lokið fyrir 1. október næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

„Upplýsingatækniþjónusta og gagnaflutningur er orðin mikilvægur þáttur fyrir okkar starfsemi og við treystum á örugga og góða þjónustu Símans í þessum málaflokki,” segir Dr. Kristinn J. Albertsson, forstöðumaður NÍ á Akureyri í tilkynningunni en hann undirritaði samninginn.

Á Náttúrufræðistofnun Íslands í Reykjavík og á Akureyri starfa rúmlega 50 manns við margvíslegar rannsóknir og vöktun á náttúru landsins.

Þá sinnir stofnunin ráðgjöf um landnotkun og nýtingu náttúruauðlinda sem og fræðslu til skóla og almennings.

Forstjóri stofnunarinnar er Dr. Jón Gunnar Ottóson.