Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að stofna til sérstaks hamfarasjóðs sem hefur það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár. Sjóðurinn mun þá hafa umsjón meðn kostnað opinberra aðila af tjóni sem verður af völdum náttúruhamfara.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að starfshópur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins skilaði skýrslu um málið. Í skýrslunni segir meðal annars að frá árinu 2008 hafi viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna náttúruhamfara verið um 460 milljónir króna á ári, eða 3,6 milljarðar í heildina á tímabilinu.

Í fréttatilkynningu segir forsætisráðherra að stofnun sjóðsins sé mikið framfaramál, sem eykur getu samfélagsins til þess að takast á við náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra.