Stefnt er að því að hefja sölu á náttúrupössum 1. janúar á næsta ári. Passinn mun veita aðgang að helstu ferðmannastöðum landsins eins og Gullfossi og Geysi.

Nákvæm útfærsla liggur ekki fyrir en líklegt að þrír verðflokkar verði í boði eða 2.000 krónur fyrir fjögurra daga passa, 3.000 krónur fyrir mánaðarpassa og 5.000 krónur fyrir passa sem gildir í fimm ár.

Það verða ekki bara erlendir ferðamenn sem munu þurfa passa til að komast á helstu ferðamannastaði heldur líka Íslendingar. Þess vegna er verð fyrir imm ára passa hlutfallslega lágt miðað við fjögurra daga passann.