Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lokið gerð nefndarálits um náttúruverndarlög þar sem lagt er til að í stað þess að lögin verði felld úr gildi verði gildistöku þeirra frestað til 1. júlí 2015.

Samkvæmt upplýsingum VB.is er ætlunin að nýta tímann til að fara nánar yfir ákveðin efnisatriði laganna sem deilt var um þegar þau voru í þinginu fyrir síðustu kosningar. Meirihluti og minnihluti nefndarinnar stendur sameiginlega að þessu áliti.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra tilkynnti í haust að hann hygðist fella niður lögin. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðuflokkunum.