Borgarstjóri gengur þvert gegn niðurstöðum Skipulagsstofnunar með ummælum sínum um efnahagslega og samfélagslega styrkjandi áhrif væntanlegrar Bitruvirkjunar, ef marka má Náttúruverndarsamtök Íslands.

Borgarstjóri gengur þvert gegn niðurstöðum Skipulagsstofnunar með ummælum sínum um efnahagslega og samfélagslega styrkjandi áhrif væntanlegrar Bitruvirkjunar, ef marka má Náttúruverndarsamtök Íslands.

Samtökin segja fullyrðingar borgarstjóra ganga þvert gegn úrskurðum Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun, en þar segir meðal annars að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.

„Hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki undir höndum nýrri og áreiðanlegri upplýsingar en fram koma í áliti Skipulagsstofnunar frá í vor er ljóst að Bitruvirkjun mun ekki renna styrkari stoðum undir samfélag og efnahagsumhverfi okkar. Fullyrðing Hönnu Birnu stenst ekki,” segir í frétt Náttúruverndarsamtaka Íslands.