Kröfuhafar gamla Landsbankans samþykktu í dag frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. Frumvarpið var samþykkt af 99,76% atkvæða.

Slitastjórnin mun nú leggja frumvarpið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til samþykktar en dómstólar hafa frest til 15. mars til að ljúka málinu. Ef frumvarpið færst ekki samþykkt fyrir dómstólum þá þurfa slitabúin að greðia 39% stöðugleikaskatt í ríkissjóð.