Í myndum Halldórs Baldurssonar, skopmyndateiknara, sést að hann fylgist vel með því sem gerist í pólitík. Hann er ekki flokksbundinn en segist hafa verið mjög vinstrisinnað barn sem hélt með Kína á Ólympíuleikunum.

„Það er þannig með svona teikningar að maður verður að hafa skoðun. Ef maður skoðar teiknara úti í heimi þá er það sjaldnast svo að maður viti ekki hvaða skoðun hann hefur. Ef þú sérð margar myndir eftir erlenda teiknara þá veistu að þessi er vinstrisinnaður og þessi er Evrópusinni eða hvað það nú er.”

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.