Fullt var út að dyrum á opnum fundi Landsnets á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Þar voru einna helst jarðstrengjamál og framtíð flutningskerfisins til umræðu en að sögn Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets er byggðalínukerfið komið í þrot og því nauðsynlegt að stjórnvöld fari að móta stefnu hvað flutningskerfi landsins varðar.

Nýlega hafa náttúruverndarsamtök mótmælt fyrirætlunum Landsnets um að leggja háspennulínur yfir hálendið. Að sögn Þórðar vill Landsnet eiga í frekara samstarfi og samtali með náttúruverndarsamtökum um framtíð flutningskerfisins.

VB Sjónvarp ræddi við Þórð.