Farið hefur verið fram á nauðungarsölu á fjórum eignum Björns Inga Hrafnssonar í Hvalfjarðarsveit vegna um 40 milljóna króna krafna. Sýslumannsembættið á Vesturlandi, sem sér um nauðungarsölur, hefur boðað að beiðnir um nauðungarsölur á eignunum Másstaðir 2, 3, 4 og 5, verði teknar fyrir klukkan 14:30 eftir mánuð, 22. ágúst.

Allar eru eignirnar í eigu Björns Inga Hrafnssonar, fyrrum útgefanda Pressunnar og athafnamanns, en gerðarbeiðendur eru auk Sýslumannsembættisins, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands.

Kröfurnar á Másstaði 2 nema 10.813.290 krónum, á Másstöðum 3 liggja 9.597.740 krónur, Másstaðir 4 bera 9.651.467 krónu kröfur og loks Másstaðir 5 með 9.725.735 krónur. Samanlagt gerir þetta 39.788.232 krónur.