Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, talsmanns FL Group, eru þeir ánægðir með niðurstöðu aðalfundar Finnair í dag en þeir telja sig hafa komið sínum sjónarmiðum að og náð að gera þær breytingar sem þeir vildu. ?Það tókst að leysa þetta á friðsaman hátt og líka á þann hátt að allir eru sáttir,? sagði Kristján.

?Við vildum að stjórnin yrði opnuð fyrir utanaðkomandi áhrifum og það hefur tekist. Við vildum líka tefla okkur fram sem kunnáttumönnum í flugreksri þannig að við gætum aukið við þekkingu og hæfni inn í stjórninni. Ég held svo sannarlega að við höfum náð því markmiði með því að með Sigurði eykst svo sannarlega reynsla og þekking í flugrekstri.?

Kosið var í 8 manna stjórn á fundinum en ekki er kosinn varastjórn. Þess má geta að samþykkt var að greiða arð sem nemur 0,10 evrum á hlut og kom það á óvart.