?Ímynd Íslands er ekki nægjanlega sterk,? sagði Simon Anholt sérfræðingur í ímyndarmálum þjóða á Viðskiptaþing í dag. Þingið er haldið undir yfirskriftinni Íslands, best í heimi? og voru ímyndarmál Íslands í aðalhlutverki á þinginu. Simon Anholt kynnti niðurstöður rannsóknar sem gerð var í 35 löndum meðal hátt í 30 þúsund manna um ímynd þjóða á alþjóðavettvangi. Niðurstöðurnar leiða í ljós að Ísland er í 19. sæti meðal þeirra 38 landa sem rannsóknin nær til. Bestu ímyndina í alþjóðasamfélaginu hefur Bretland sem trónir í fyrsta sæti en rannsóknin nær til margra mismunandi þátta á borð við, útflutning, stjórnarhátta, menningar,sögu, fólks, ferðamennsku og fjárfestinga. Indland, Eygiptaland, Indónesía og Malasía eru á botni listans og hafa versta ímynd í alþjóðasamfélaginu af þeim 35 löndum sem rannsóknin nær til.

Ísland kemur misjafnlega vel út í rannsókn Simon en sterkust virðist ímynd landsins vera varðandi stjórnarhætti en þá er Íslands í tólfta sæti. Verst er ímynd Íslands varðandi sögu og menningu en ekkert hinna landanna 34 sem rannsóknin tekur til hefur verri ímynd í þeim flokki.

Simon tók þó fram að niðurstöðurnar bentu ekki til þess að ímynd Íslands væri neikvæð heldur miklu frekar að hún væri veik. ?Fólk hefur litla eða enga hugmynd um Ísland eða ímynd landsins,? sagði Simon. Hann segist hafa mikla trú á því að Ísland hafi getu til að skara framúr á alþjóðavettvangi. ?En til þess að ímynd Íslands á alþjóðavettvangi styrkist og verði land og þjóð til framdráttar er nauðsynlegt að efna til samstillts átaks til að bæta ímynd landsins út á við. ?Stjórnvöld og atvinnulíf eiga að koma sameiginlega að því verkefni,? sagði Simon.