Í yfirlýsingu stjórnar Glitnis vegna spurninga Vilhjálms Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjárfesta, segir að við ráðningu Lárusar Welding í bankastjórastólinn á liðnu ári hafi verið nauðsynlegt að bæta honum þann fjárhagslega skaða sem hann ella hefði orðið fyrir við starfsskiptin.

„Þegar Bjarni Ármannsson lét af störfum var ljóst að vandasamt yrði að fylla skarð hans. Stjórnin hafði það hlutverk að finna hæfan arftaka og fyrir valinu varð Lárus Welding sem þá starfaði sem framkvæmdastjóri Landsbankans í London. Lárus hafði á þeim tíma áunnið sér ákveðin starfskjör og réttindi sem hann lét af hendi þegar hann skipti um starfsvettvang,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Við ráðningu hans var nauðsynlegt að bæta honum þann fjárhagslega skaða sem hann ella hefði orðið fyrir við starfsskiptin.“

Lárus fékk meðal annars 300 milljóna króna greiðslu er hann tók við starfinu.

Nánari umfjöllun af aðalfundi Glitnis er að finna í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nú þegar, frá kl. 21:00 í kvöld, lesið blað morgundagsins á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .