Gjaldmiðillinn Bitcoin verður sífellt algengari í notkun, en hann hefur verið í notkun um nokkurra ára bil. Nú hefur NBA liðið Sacramento King ákveðið að taka gjaldmiðilinn í notkun. Það verður því hægt að nota Bitcoin til að greiða fyrir miða á leiki og annan varning sem liðið selur.

Það að samþykkja Bitcoin gerir aðdáendum Kings kleyft að skilja veskin sín bara eftir heima, segir Vivek Ranadiivé meirihlutaeigandi í Kings.

Rekstur liðsins hjá Ranadiivé gekk illa í fyrra. Til stóð að selja Sacramento Kings til Seattle en NBA deildin bannaði að salan færi fram.