NBCUniversal hefur tilkynnt um 200 milljón dollara fjárfestingu í Buzzfeed. Saman munu fyrirtækin tvö vinna að efni og afla auglýsinga.

Um er að ræða stærstu fjárfestingu sem BuzzFeed hefur fengið. Fyrir viku síðan fjárfesti NBC 200 milljónum dollara í samkeppnisaðila þess, Vox Media. Með fjárfestingunum er NBC að eignast tvö vinsæl nýsköpunarfyrirtæki í fjölmiðlageiranum og að hjálpa þeim að vaxa.

Eigandi BuzzFeed sagði í tilkynningu að vegna þessarar fjárfestingar þurfi fyrirtækið ekki að huga að því að fara á markað á næstunni. BuzzFeed hafði áður safnað 96 milljónum í frumkvöðlastyrkjum.

Það verður eitthvert samstarf milli fyrirtækjanna tveggja þar sem þau munu nýta efni frá hvort öðru, til að mynda getur BuzzFeed þá nýtt sér sýningarrétt NBCUniversal á Ólympíuleikunum. Vídeó BuzzFeed gætu einnig endað á stöðvum NBC eins og E! eða Bravo. Einnig munu fyrirtækin laða að auglýsingar í samstarfi.