Mest af tapi Nýja Landsbankans vegna uppkaupa úr peningamarkaðssjóði hans var vegna skuldabréfa útgefinna af Baugi Group, Eimskipi og Kaupþingi. Alls afskrifaði bankinn 43,2 milljarða króna vegna uppkaupa á verðlitlum, eða verðlausum, skuldabréfum og skuldajöfnunar vegna peningamarkaðssjóðs á árinu 2008. Þetta kemur fram í stofnefnahagsreikningi bankans sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrir nokkrum vikum.

Þegar peningamarkaðssjóði Landsbankans var lokað 6. október 2008 var heildarvirði hans tæplega 103 milljarðar króna. Meira en helmingur sjóðsins var skuldabréf frá Baugi Group (13,1 milljarður króna), Kaupþingi (33,2 milljarðar króna) og Eimskipi (8,6 milljarðar króna). Öll fyrirtækin þrjú eru gjaldþrota.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .