Í dag var Nederman, smærra félag í iðnaðargeiranum, skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Nederman er 22.1 félagið sem er skráð í Nordic Exchange á þessu ári að því er kemur fram í tilkynningu.


Nederman framleiðir tæki og kerfi til að binda ryk, reyk og útblástur (blásara og afsogsbúnað) og hreinsibúnað fyrir iðnaðinn. Framleiðsluvörur og kerfi Nedermans eru markaðssett af dótturfyrirtækjum félagsins í 24 löndum og af umboðs- og dreifingaraðilum í yfir 50 löndum. Um 540 manns starfa hjá félaginu.


?Það er afar ánægjulegt að bjóða Nederman velkomið í Nordic Exchange. Með skráningu félagsins aukast möguleikar fjárfesta til að fjárfesta í iðnaðargeiranum umtalsvert,? segir Jenny Rosberg, forstjóri OMX Company Services.