Húsgagnakeðjan Ikea hefur endurskýrt nokkrar af vinsælum vörum sínum eftir helstu leitarniðurstöðum varðandi sambandsmál einstaklinga. CNN greinir frá.

Til að mynda heitir tvöfalt rúm sem áður hét Lonset, nú „How to have a happy relationship.“ Jafnframt heitir krítarborð sem áður hét Luns nú „He can't say he loves me.“

Vörurnar er hægt að finna á heimasíðu sem Ikea heldur úti sem ber nafnið Ikea Retail Therapy .

Haft er eftir Akestam Holst, sem vinnur fyrir hönnunarstofuna, sem vann verkefnið fyrir Ikea, að nöfnin eru hönnuð til þess að leysa vandamál hversdagsins. Annar hönnuður sama fyrirtækis spyr hvaða leið gæti nú verið betri til að tengja við þarfir einstaklinga en þær sambandsstengdu spurningar sem það spyr Google að?

Hugmyndin er sú að þegar fólk leitar uppi algeng sambandsvandamál á Google finni það lausnina við vanda sínum; vörur Ikea. Til að mynda ef að þú myndir slá inn; „My partner snores,“ myndirðu fá upp leitarniðurstöðu Ikea, að þú ættir að festa kaup á nýju einbreiðu rúmi.