*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 29. maí 2013 12:36

Nefnd sem passaði upp á að Steingrímur borðaði

Steingrímur J. Sigfússon segist hafa gleymt að borða heilu dagana meðan hann var ráðherra.

Ritstjórn
Steingrímur J. Sigfússon.
Haraldur Guðjónsson

„Síðasta árið reyndi maður hreinlega að halda sér á floti, ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Reyndar trítlaði ég stundum á Esjuna um helgar eða skaust í blak með félögunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi ráðherra í samtali við Vikudag á Akureyri.

„Ég gleymdi að borða heilu dagana og það var um tíma sérstök nefnd í því máli, sem passaði upp á að ég borðaði eitthvað. Það var oftast unnið alla matartíma og undir hælinn lagt hvort matur var á boðstólum eða ekki. Þetta var ekki heilsusamlegt líf, þannig lagað.“

Ítarlegt viðtal við Steingrím verður í prentútgáfu Vikudags á morgun.