„Það hefur mikil vinna farið fram á undanförnum árum og það hefur skapast samstaða um að það sé mikils virði að fara í málið,“ segir Hanna Birna Kristjándóttir innanríkisráðherra í Fréttablaðinu í dag. Ræðir hún þar skipan nýrrar nefndar sem á að undirbúa þriðja dómsstigið á milli héraðsdóms og Hæstaréttar.

Nefndin á ekki að kanna kosti og galla fyrirkomulagsins heldur hefur verið tekin ákvörðun um millistjórnarstigið. Nú segir Hanna Birna aðeins komið að því stigi að velta fyrir sér útfærslunni, fyrirkomulaginu, tímamörkunum, kostnaðinum og öðru.