Skipuð verður nefnd til að bregðast við skýrslu um Íbúðalánasjóðs og meta framtíð húsnæðismála að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar af því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Nefndin fær ekki aðeins það verkefni að vinna úr skýrslunni heldur einnig leiðrétta þær villur sem í henni eru. Skýrslan hefur hlotið mikla gagnrýni og hafa meðal annarra Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar sjóðsins og Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri sjóðsins, sagt mikið um rangfærslur í henni.

Sigmundur Davíð  hefur einnig ýmsar athugasemdir við efni skýrslunnar og telur framsetninguna gagnrýniverða. "Framsetningin kom mér svolítið á óvart. Meðal annars með hvaða hætti menn áætluðu tap. Þeir tóku reyndar fram ítrekað í skýrslunni að þetta væru tölur sem byggðu á lauslegum áætlunum og mætti ekki taka of hátíðlega. En bilið þarna, til dæmis að einn liðurinn skuli vera 0 - 103 milljarðar, er býsna breitt," sagði Sigmundur Davíð í samtali við Fréttablaðið.