Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, lagði til að kosið verði í þrjár nefndir Alþingis vegna afgreiðslu fjárlaga og tengdra mála. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Nefndirnar þrjár eru: Fjárláganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd, ásamt forsætisnefnd til þess að stýra fundunum.

Á fundi með formönnum þingflokkanna sem sitja nú á Alþingi ræddu þingflokksformennirnir mikilvægi þess að á þessu þingi verði að ljúka fjárlagavinnunna og tryggja heimildir ríkisins til að stofnanir fái fjárheimildir svo að menn geti sótt um laun.

Sigurður Ingi bætir einnig við í samtali sínu við Mbl.is, að rætt hafi verið um jöfnun lífeyrisréttinda og mikilvægi þess að nýta þann glugga sem hefur opnast. Jafnframt þarf að ljúka við það að afgreiða fjárauka vegna ársins 2016.