Már Guðmundsson segir það mat sitt miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem hann hefur orðið áskynja að nei í atkvæðagreiðslu um Icesave muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á érlenda fjármagnsmarkaði, að minnsta kosti í einhvern tíma og afnám gjaldeyrishafta muni ganga hægar fram.

Aðspurður sagði Már að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave hafi ekki tafið vinnu við áætlun um afnám hafta. Hann sagði áætlun birta þegar allir sem að vinnunni kæmi væru sáttir við drögin.