Danska götublaðið Ekstra Bladet mun birta neikvæða umjöllun um íslensku útrásina á sunnudaginn næstkomandi og segir Lars Christensen, einn höfunda dökku skýrslu Danske Bank, að orðrómur um fréttina hafi stuðlað að veikingu krónunnar í dag.

Íslenska krónan hefur veikst um 1,2% í viðskiptum í dag.

Ekstra Bladet spyr: Hefur þú verslað við Sterling, Merlin eða Magasin? Og viltu vita hvaðan peningarnir koma?

Christensen segir í tölvupósti, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, að fréttin geti leitt til þess að fjárfestar losi stöður í krónunni, sem mun hafa ruðningsáhrif á aðra hávaxtagjaldmiðla.

"Í síðustu viku þegar ég heimsótti Ísland gerði Roman Abramovich það líka. Hann hitti forseta Íslands ... en það er auðvitað 'eðlilegt' ... eða hvað? Engar vangaveltur hér -- aðeins athugun. Svo varið ykkur þarna úti ...," segir Christensen í töluvpóstinum.