Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í þessari viku.

Nasdaq lækkaði um 1,74%, Dow Jones lækkaði um 1,40% og S&P 500 lækkaði um 1,34%.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben.Bernanke varaði í dag við því að skuldatryggingarálag væri of hátt á mörkuðum og gæti komið í veg fyrir frekari hagvöxt á árinu.

Bernanke bar vitni í dag frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings þar sem hann sagði loku fyrir það skotið að niðursveifla yrði á mörkuðum. Þrátt fyrir jákvæðni og bjartsýni væri enn hætta á frekar niðursveiflu.

Hann sagði að fjármálafyrirtæki myndu að öllum líkindum þurfa að afskrifa meira fé en eins og áður hefur komið fram hafa bankar og fjármálafyrirtæki afskrifað um 146 milljarða bandaríkjadala frá ársbyrjun 2007 og var yfirlýsing Bernanke ekki til að auka trú á fjármálageiranum að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Það voru fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkun dagsins. Til að mynda lækkuðu fjármálafyrirtæki í S&P 500 vísitölunni um 1,9% í dag.

Kröfum um atvinnuleysisbætur fækkaði um 9.000 eða úr 357.000 niður í 348.000. Þær fréttir féllu þó nokkuð í skuggan af ummælum Bernanke.

Þá lækkaði Intel tölvuframleiðandinn um 3,5% í dag en hægt hefur á sölu á tölvum á fyrsta ársfjórðungi.

Olíuverð hækkaði í dag um rúmlega 2 bandaríkjadali. Í lok dags kostaði tunnan 95,43 dali.