Heildarrekstrartekjur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans á árinu 2011 voru 3.033 milljónir króna og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 2.881 milljón. Afkoma af reglulegri starfsemi var jákvæð um 152 milljónir króna en afskriftir námu 162 milljónum.

Í tilkynningu samhliða birtingu ársreiknings segir að afkoma fjármagnsliða hafi verið mun verri en árið 2010. Gjöldin námu 291 milljón umfram tekjur og tap bæjarins 301 milljón.

Afkoma aðalsjóðs og stofnana í A hluta var neikvæð um 261 milljón króna eftir fjármagnsliði. Veltufjármunir að frádregnum kröfum á eigin fyrirtæki námu 562 milljónum í árslok og fastafjármunir voru um 5.237 milljónir. Skuldir bæjarfélagsins námu alls 4.12 milljónum í árslok.

Daníel Jakobsson er bæjarstjóri á Ísafirði.