Greiningaraðilar í Bretlandi spá því margir að það muni hafa neikvæð áhrif á gengi breska pundsins ef Íhaldsflokkurinn tapar í yfirvofandi þingkosningum eftir þrjár vikur. Byggir það aðallega á viðbrögðum markaðarins þegar Verkamannaflokkurinn jók fylgi sitt í könnunum í síðustu viku.

Pundið hefur veikst mikið að undanförnu og fari svo að Verkamannaflokkurinn sigri undir stjórn Jeremy Corbyn búast sérfræðingar við því að gjaldmiðillinn gæti veikts enn frekar og gengi pundsins orðið 1,20 gagnvart Bandaríkjadollara. Gengi pundsins hefur ekki mælst svo lágt síðan á níunda áratugnum.

Greiningaraðilar eru þó ekki sammála um hver langtímaáhrif kosninganna á gjaldmiðilinn yrði ef Íhaldsflokkurinn tapar og einhverjir telja jafnvel að hófsamari aðkoma Corbyn að samningum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu gæti leitt til sterkar gengis pundsins til framtíðar.