Ávöxtunarkrafa af sumum breskum skuldabréfum varð neikvæð í kjölfar þess að Englandsbanki náði ekki að kaupa jafnmikið af skuldabréfum og þær ætluðu sem hluta af magnbundinni íhlutun bankans.

Hafði markmiðið verið að kaupa skuldabréf að andvirði 1,17 milljarða punda en það vantaði uppá að þeir fyndu 52 milljón pund af skuldabréfum sem hægt væri að kaupa.

Verð skuldabréfanna hefur því hækkað og ávöxtunarkrafa fjárfestanna því lækkað.

Ávöxtunarkrafan neikvæð

Á miðvikudagsmorgun var ávöxtunarkrafa skuldabréfa sem eru á gjalddaga árin 2019 og 2020 neikvæð um 0,1%.

Síðan árið 2009 hefur Englandsbanki staðið í svokallaðri magnbundinni íhlutun þar sem bankinn kaupir skuldabréf í uppboðum til að reyna að koma fjármagni inní fjármálakerfið, sem væri þá áfram lánað til fyrirtækja og einstaklinga.

Í síðustu viku tilkynnti bankinn um að þeir myndu kaupa ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða punda, og munu kaupin fara fram þrisvar í viku þangað til í október. En í fyrsta sinn síðan íhlutunin byrjaði náði bankinn ekki að kaupa jafnmikið af skuldabréfum og hann ætlaði sér á þriðjudag.

Margir ákvarðanatakar í fríum

Á miðvikudag gekk hins vegar betur og var þá margfalt fleiri sem vildu selja en keypt var. Ásamt því að kaupa ríkisskuldabréf hyggst bankinn einnig kaupa takmarkað magn af fyrirtækjaskuldabréfum.

Samkvæmt heimildum BBC kom það mönnum í bankanum á óvart að ekki hefði náðst að kaupa jafnmikið og ætlað var, en margir af stóru lífeyrissjóðunum sem eiga ríkisskuldabréf voru ekki tilbúin til sölu, meðal annars vegna þess að margir þeirra sem taka ákvarðanir um málin væru nú í sumarfríum.