*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 12. júní 2021 14:21

Neikvæð sveifla um 455 milljónir

Samstæða Orf Líftækni hf. tapaði 145,7 milljónum króna á síðasta ári og varð neikvæð 455 milljón króna sveifla á afkomu félagsins.

Jóhann Óli Eiðsson
Liv Bergþórsdóttir er forstjóri félagsins.
Gunnar Svanberg

Samstæða Orf Líftækni hf., innan hennar er meðal annars starfsemi Bioeffect hér á landi og ytra, tapaði 145,7 milljónum króna á síðasta ári og varð neikvæð 455 milljón króna sveifla á afkomu félagsins. Tekjur félagsins námu 1.817 milljónum og drógust saman um 157 milljónir milli ára. Gjöld jukust aftur á móti um 106 milljónir og námu 1.554 milljónum. EBITDA síðasta árs var 262 milljónir og var tæplega helmingur ársins 2019.

Gengismunur lék samstæðuna grátt og hafði áhrif til 169 milljóna lækkunar á afkomu. Fastafjármunir nema tveimur milljörðum, veltufjármunir 1,5 milljörðum, langtímaskuldir rúmum milljarði og skammtímaskuldir 950 milljónum. Eigið fé í ársbyrjun var 1.520 milljónir. Í ársreikningi félagsins kemur fram að það hafi nýtt úrræði stjórnvalda til að draga úr rekstrarkostnaði og að hlutafé móðurfélags hafi verið aukið um 302 milljónir í byrjun þessa árs.

Stikkorð: Bioeffect Orf Líftækni