*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 29. ágúst 2018 08:20

Neikvæð umræða gæti dregið úr hagvexti

Líkur eru á að hagvöxtur verði lægri en spár gerðu ráð fyrir.

Ritstjórn
Staða flugfélaganna og ferðaþjónustunnar hefur verið til umfjöllunar að undanförnu.
Haraldur Guðjónsson

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að neikvæðar fréttir af stöðu efnahagsmál geti dregið úr einkaneyslu og fjárfestingu heimila og fyrirtækja að því er fram kemur á vef Mbl. Aukin óvissa um stöðu lykilatvinnuvega geti valdið því að einstaklingar verði svartsýnni á stöðu hagkerfisins. Það geti breytt neysluhegðun og fjárfestingaákvörðunum einstaklinga. Verri staða flugfélaganna Wow air og Icelandair, hár launakostnaður innanlands og komandi kjarasamningar hafa verið í deiglunni að undanförnu.

Grétar Jónsson, formaður Félags fasteignasala tekur í sama streng og Ingólfur bendir á að við fasteignakaup geti sálrænir þætti skipt miklu máli í samtali við Morgunblaðið. Neikvæðar fréttir um efnahagsmál auki líkur á að einstaklingar haldi að sér höndum og bíði með fasteignakaup.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, telur að hægst hafi hraðar á hagkerfinu en búist var við. Því gæti hagvöxtur orðið lægri á þessu ári en spár hefðu gert ráð fyrir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is