Seðlabanki Svíþjóðar hefur ákveðið að lækka stýrivexti úr 0% í -0,1%, en greint er frá þessu í Dagens Næringsliv .

Stýrivextir hafa aldrei verið lægri í landinu. Sænski seðlabankinn kvaðst jafnframt ætla að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 10 milljarða sænskra króna, en fjárhæðin jafngildir 155 milljörðum íslenskra króna.

Til samanburðar eru stýrivextir hér á landi 4,5% og stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,05%.