*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Erlent 7. desember 2019 16:03

Neikvæðir vextir sliga norræna sjóðsstjóra

Reynsla Norðurlandanna af neikvæðum vöxtum bendir til að þeir séu einum of mikið af hinu góða og ekkert fagnaðarefni.

Kristján Torfi Einarsson
Fólk á ferli í Helsinki i Finnlandi.
epa

Eftir fimm ára glímu við neikvæða vexti spyr fjárfestingastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs Norðurlandanna hvort þetta sé aðeins upphafið. Hann óttast að neikvæðir vextir séu komnir til að vera og skipuleggur nú eignasafnið í samræmi við þessa dökku framtíðarsýn.

Fjárfestingastjórinn, Mikko Mursula, hjá finnska lífeyrissjónum, Ilmarinen Mutual Pension Insurane, segir í viðtali við Bloomberg að fyrst núna sé það að renna upp fyrir  sjóðsstjórum  hvaða þýðingu og áskoranir neikvæðir vextir hafi fyrir starfsemi fjárfestingasjóða.

„Við erum í raun að taka fyrstu skrefin til þess að aðlaga eignasafnið að þessum nýja veruleika,“ segir Mursula og bætir við að hann hafi áttað sig á að umhverfið væri ekki að fara að breytast til hins betra í fyrirsjáanlegri framtíð í lok síðasta sumar. „Þá var næsta ómögulegt að finna  á evrusvæðinu ríkisbréf sem skiluðu ávöxtun.“

Úr öryggi yfir í óvissu

Skrefin sem Mursula og Imarinen-sjóðurinn hafa tekið er að minnka stöðutökur í  auðseljanlegum eignum þar sem seljanleiki (e. liquidity) sé nú orðinn lúxus sem tilheyrði veröld sem var. Skrefið er tekið til ná ávöxtun en það þýðir sömuleiðis að lífeyrissjóðir fjárfesta nú í eignum sem gæti reynst erfitt og tímafrekt að koma í verð ef aðstæður á mörkum breytast skyndilega.

Eignasafn Ilmarinen Mutual Pension Insurance Co. telur um 55 milljarða evra, jafngildi 7.500 milljarða íslenskra króna, en til þess að standa undir lífeyrisskuldbindingum þarf sjóðurinn að skila 3% ávöxtun.

Mursula segir næsta ómögulegt að ná slikri ávöxtun á vaxtamarkaði (e. fixed income) og í staðinn reiði hann sig á aðra eignaflokka til að ná fram ásættanlegri ávöxtun. Helstu tækifærin séu á fasteignamarkaði og á síst seljanlega enda vaxtamarkaðarins, eins og í skuldabréfum einkafyrirtækja með lága lánshæfiseinkunn. „Í hvert sinn sem við komum auga á slík tækifæri losum við fjármuni bundna í ríkisbréfum og grípum það,“ segir Mursula en bætir við að æ erfiðara sé að finna slík tækifæri á markaði með skráð skuldabréf. Fyrir vikið hafi sjóðurinn leitað færis í óskráðum bréfum og sá hluti eignasafnsins (e. private equity) sé nú um 8-10%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér