*

miðvikudagur, 27. janúar 2021
Erlent 9. nóvember 2020 17:06

Neikvæður viðsnúningur hjá Mazda

Tap bílaframleiðandans nam 73,4 milljónum dala á síðasta ársfjórðungi. 182 milljóna dala hagnaður á sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tap japanska bílaframleiðandans Mazda nam 73,4 milljónum dala (ríflega 10 milljarðar króna) á þriðja ársfjórðungi og er tapið sagt tilkomið vegna samdráttar í sölu vegna kórónuveirufaraldursins. Reuters greinir frá.

Um verulegan neikvæðan viðsnúning er að ræða en á sama tímabili í fyrra hagnaðist bílaframleiðandinn um 182 milljónir dala.

Reiknar bílaframleiðandinn, sem er sá fimmti stærsti í Japan, með að heildartap ársins 2020 verði um 385 milljónir dala. 

Stikkorð: Mazda uppgjör