Afkoma Samskipa var neikvæð um 1,9 milljónir evra á síðasta ári, andvirði 308 milljóna króna miðað við gengi dagsins í dag. Félagið hagnaðist um 448 milljónir króna árið 2018. Flutningstekjur drógust saman um nær þrjú prósent milli ára og námu 27 milljörðum króna en kostnaðarverð flutnings var nær óbreyttur milli ára.

Eignir Samskipa námu 8,1 milljarði króna í lok árs. Viðskiptakröfur félagsins námu alls 3,5 milljörðum króna, handbært fé nam tæplega 2,3 milljörðum króna og varanlegir rekstrarfjármunir voruum 1,8 milljarðar króna.

Skuldir námu 5,5 milljörðum og eigið fé nam 2,6 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 32% í lok árs og handbært fé neikvætt um 332 milljónir króna. Birkir Hólm Guðnason er framkvæmdastjóri Samskipa.