*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 19. júní 2021 16:50

Neikvæður viðsnúningur

Hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail var rekið með 1,2 milljarða króna tapi í fyrra samanborið við 1,3 milljarða hagnað árið áður.

Ritstjórn
Magnús Steinarr Norðdahl er forstjóri LS retail.
Aðsend mynd

Hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail var rekið með 1,2 milljarða króna tapi í fyrra og varð neikvæður viðsnúningur frá fyrra ári er hagnaður nam 1,3 milljörðum króna.

Tekjur félagsins námu 8,3 milljörðum króna og drógust saman um tæplega 400 milljónir króna milli ára. Eignir félagsins námu 7,6 milljörðum króna í árslok 2020 og eigið fé tæplega 2 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins er því um 26,3%.

Í byrjun árs var greint frá því að bandaríska fyrirtækið Aptos hefði gengið frá kaupum á LS Retail. Magnús Steinarr Norðdahl er forstjóri félagsins.