Töluverð lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar má helst rekja lækkanir dagsins til neikvæðra frétta af atvinnumálum í Bandaríkjunum.

Þannig lækkaði FTSE 300 vísitalan, sem mælir helstu hlutabréfavísitölur Evrópu, um 4,2% í dag.

Þess utan voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki auk olíufélaga sem leiddu lækkanir dagsins.

Þannig lækkuðu bankar á borð við Credit Suisse, BNP Paribas, UniCredit, Royal Bank of Scotland og Barclays um 5,5% - 7,2% svo dæmi séu tekin.

Þá lækkuðu orku- og olíufyrirtæki á borð við BG Group, BP, Shell, og Total um 6,7% - 8,8%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 3,3%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 4,7% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 4%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 5,5% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 2,1%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 3,2%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 4,5% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 8,3%.