Bandarískar leyniþjónustustofnanir neita að deila upplýsingum um ISIS með rússneskum kollegum sínum fyrr en opinber stefna ríkisstjórnar Rússlands varðandi Bashar al-Assad breytist.

Frá því að Rússland hóf hernaðaraðgerðir í Sýrlandi mót hryðjuverkasamtökunum ISIS hafa leyniþjónustustofnanir rússneska ríkisins í Moskvu boðið Bandaríkjunum að ganga í samstarf gegn hópnum öfgafulla.

Þó hafa Bandaríkjamenn neitað þeim um samstarf á þeim forsendum að stefnur ríkjanna tveggja eru frábrugðnar hvað varðar örlög Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Rússar vilja sjá til þess að það sé undir Sýrlendingum komið hver leiðir þjóina, meðan Bandaríkjamenn vilja steypa Assad af stóli - þeir telja hann ólögmætan leiðtoga og eru þeirrar skoðunar að pólitískum framförum verði aðeins náð á svæðinu ef hann lætur af stjórn.