*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 19. október 2014 12:53

Neita að kafbáturinn sé frá Rússlandi

Laskaða sjófarið sem sænsk stjórnvöld leita í skerjagarði í nánd við Stokkhólm er enn ófundið.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir laskaða sjófarið sem Svíar leita ekki vera rússneskt. Undanfarna daga hafa sænsk yfirvöld leitað í og utan skerjagarðsins við Stokkhólm að því sem talið er vera kafbátur sem glímir við einhverskonar bilun. Sænsk stjórnvöld hafa þó enn ekki staðfest að það sem leitað sé að sé í raun kafbátur. Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að bátur frá sænska sjóhernum stefni á haf út þar sem þyrla á vegum hersins hefur verið við leit.

Hefur meðal annars verið tekið eftir því að rússneskt olíuflutningsskip hafði siglt fram og til baka nálægt leitarsvæðinu, sem þykir óvenjulegt. Upplýsingar sem sænskum yfirvöldum barst um málið eru taldar trúverðugar og hefur meðal annars verið bent á talstöðvarsamskipti Rússlands og Kanholmsfjarðar í því sambandi.

Sænsk stjórnvöld líta málið alvarlegum augum og mikill viðbúnaður er vegna málsins.

Stikkorð: Svíþjóð Kafbátur